Stefnumót

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Álfhildur Sigurðardóttir

Vornóttin vekur öllum fögnuð.
Vetrarins raust er loksins þögnuð.
Sólin burt sendir klakabreiður.
Senn kemur fugl og býr til hreiður.

Ástin í öllu sínu veldi
altekur svein og mey að kveldi.
Virðist allt söngur gleði' og gaman,
er ganga þau saman.

Eiga ástarfund út í grænum lund.
Aftanblærinn má engu segja frá,
þar lindin streymir fram létt á brá
og leyndarmál þeirra geymir

Framtíðin fyrirheit þeim gefur.
Fögnuð og sorgir um þau vefur.
En áfram þau alla vilja ganga ævvina langa.
Sólbjarmi færist yfir fjöllin

Fífill og sóley skreyta völlinn.
Leiðast þau heim er ljómar dagur,
ljúfur og fagur.